17. apríl
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
17. apríl er 107. dagur ársins (108. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 258 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 69 - Vitellius tók við sem keisari í Róm.
- 1498 - Loðvík 12. varð konungur Frakklands.
- 1555 - Borgin Siena á Ítalíu gafst upp eftir átján mánaða umsátur herliðs Flórens og keisarans.
- 1711 - Karl 6. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1797 - Bretar reyndu að hertaka Púertó Ríkó en fóru halloka gegn Spánverjum.
- 1895 - Hvítabandið var stofnað í Reykjavík.
- 1910 - Ungmennasamband Skagafjarðar var stofnað.
- 1913 - Járnbraut á milli Öskjuhlíðar og Reykjavíkurhafnar var tekin í notkun. Hún var notuð til grjótflutninga.
- 1913 - Ölgerðin Egill Skallagrímsson tók til starfa.
- 1937 - Daffy Duck kom fyrst fram í mynd frá Warner Bros.
- 1939 - Þjóðstjórnin, samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir forsæti Hermanns Jónassonar, tók við völdum. Hún sat í 3 ár.
- 1941 - Ríkisstjórn Júgóslavíu gafst upp fyrir innrás Öxulveldanna.
- 1961 - AFRTS Keflavik fékk leyfi menntamálaráðherra til að auka útsendingarstyrk sjónvarpsútsendinga stöðvarinnar.
- 1961 - Innrásin í Svínaflóa: Vopnaður hópur útlægra Kúbverja gerði misheppnaða innrás í Kúbu með fulltingi bandarísku leyniþjónustunnar CIA.
- 1964 - Bandaríski bílaframleiðandinn Ford setti Ford Mustang á markað.
- 1970 - Appollóáætlunin: Appollo 13 lenti heilu og höldnu í Kyrrahafi.
- 1971 - Sheikh Mujibur Rahman stofnaði Alþýðulýðveldið Bangladess en tveimur dögum síðar flúði stjórnin til Indlands.
- 1971 - Hollendingar og Frakkar mættust í fyrsta opinbera landsleik kvenna í knattspyrnu.
- 1973 - Sérsveitin GSG 9 var stofnuð í Þýskalandi til að takast á við hryðjuverk.
- 1975 - Rauðu kmerarnir náðu höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, á sitt vald.
- 1979 - Fjöldi skólabarna í Mið-Afríkulýðveldinu var handtekinn og mörg drepin eftir mótmæli gegn skólabúningum.
- 1982 - Kanada fékk fullt sjálfstæði frá Bretlandi með nýrri stjórnarskrá.
- 1991 - Dow Jones-vísitalan náði 3000 stigum í fyrsta sinn.
- 1994 - Gerðarsafn, listasafn Kópavogs, var opnað.
- 1999 - Naglasprengja sem hægriöfgamaðurinn David Copeland kom fyrir sprakk á markaði í Brixton.
- 2002 - Al-Kaída lýsti ábyrgð á hryðjuverkunum 11. september 2001 á hendur sér.
- 2003 - Anneli Jäätteenmäki varð fyrsti kvenforsætisráðherra Finnlands.
- 2004 - Leiðtogi Hamas, Abdel Aziz al-Rantisi, var drepinn í þyrluárás Ísraelshers á Gasaströndinni.
- 2009 - Fjórir sakborningar í Pirate Bay-málinu í Svíþjóð voru dæmdir í árs fangelsi og til að greiða 30 milljónir sænskra króna í bætur.
- 2010 - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði af sér og tók sér hlé frá þingstörfum. Áður höfðu Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu, og Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, einnig tekið sér hlé frá þingstörfum vegna upplýsinga sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
- 2015 - Úkraína óskaði eftir því að Alþjóðadómstóllinn í Haag fjallaði um stríðsglæpi aðskilnaðarsinna á Krímskaga.
- 2016 - Yfir 200 fórust í öflugum jarðskjálfta í Ekvador.
- 2021 - Andlát vegna COVID-19 náðu 3 milljónum á heimsvísu.
- 2021 - Átján rússneskir sendifulltrúar og leyniþjónustumenn voru reknir frá Tékklandi eftir yfirlýsingu um að þeir bæru ábyrgð á sprengingum í skotfærageymslum í Vrbětice árið 2014.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1497 - Pedro de Valdivia, spænskur landvinningamaður (d. 1553).
- 1573 - Maximilían 1., kjörfursti af Bæjaralandi (d. 1651).
- 1734 - Taksin, Konungur Thaílands (d. 1782).
- 1799 - Eliza Acton, enskt ljóðskáld og brautryðjandi í matreiðslubókaskrifum (d. 1859).
- 1837 - J. P. Morgan, bandarískur fjárfestir (d. 1913).
- 1885 - Karen Blixen, danskur rithöfundur (d. 1962).
- 1894 - Níkíta Khrústsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (d. 1971).
- 1897 - Thornton Wilder, bandarískt leikskáld (d. 1975).
- 1916 - Sirimavo Bandaranaike, forsætisráðherra Srí Lanka (d. 2000).
- 1928 - Cynthia Ozick, bandarískur rithöfundur.
- 1941 - Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra og bankastjóri Norræna fjárfestingabankans.
- 1948 - Jan Hammer, tékkneskt tónskáld.
- 1948 - John N. Gray, breskur heimspekingur.
- 1952 - Joe Alaskey, bandarískur leikari (d. 2016).
- 1957 - Nick Hornby, breskur rithöfundur.
- 1959 - Sean Bean, breskur leikari.
- 1961 - Eyjólfur Kristjánsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1963 - Joel Murray, bandarískur leikari.
- 1964 - Maynard James Keenan, bandarískur söngvari (Tool og A Perfect Circle).
- 1967 - Birgitta Jónsdóttir, íslenskt skáld og stjórnmálamaður.
- 1974 - Victoria Beckham, fyrrum meðlimur Spice Girls.
- 1978 - Jordan Hill, bandarísk söngkona.
- 1985 - Takuya Honda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Shkodran Mustafi, þýskur knattspyrnumaður.
- 1993 - Rúnar Freyr Þórhallsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Dee Dee Davis, bandarísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 485 - Próklos, grískur heimspekingur (f. 412).
- 858 - Benedikt 3. páfi.
- 1298 - Árni Þorláksson Skálholtsbiskup (f. 1237).
- 1427 - Jóhann 4., hertogi af Brabant (f. 1403).
- 1761 - Thomas Bayes, breskur stærðfræðingur (f. um 1702).
- 1790 - Benjamin Franklin, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1706).
- 1902 - Valdimar Ásmundsson, íslenskur ritstjóri (f. 1852).
- 1966 - Júlíana Sveinsdóttir, íslensk myndlistakona (f. 1889)
- 1979 - Yukio Tsuda, japanskur knattspyrnumaður (f. 1917).
- 1985 - Lon Nol, kambódískur hershöfðingi (f. 1913).
- 1996 - Piet Hein, danskur stærðfræðingur og skáld (f. 1905).
- 2003 - Koji Kondo, japanskur knattspyrnumaður (f. 1972).
- 2014 - Gabriel García Márquez, kólumbískur rithöfundur, blaðamaður og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1927).
- 2019 - Alan García, fyrrum forseti Perú (f. 1949).